Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Sérhæfð göngugreining á Ásbrú
Fimmtudagur 6. júní 2013 kl. 10:55

Sérhæfð göngugreining á Ásbrú

FÓTATAK ÁSBRÚ er fyrirtæki í sérhæfðri göngugreiningu og innleggjagerð sem hefur sest að í fyrirtækjahótelinu Eldvörpum að Flugvallarbraut 752 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fyrirtækið er í nánu samstarfi við Egil Þorsteinsson kírópraktor sem nýlega opnaði stofu sína í sama húsi.

„Göngugreiningin felst í nákvæmri skoðun á liðum, stöðu beina hvers til annars bæði í fótleggjum og fótum. Hné, mjaðmir, axlir og líkamsstaða er skoðuð. Greiningin tekur venjulega u.þ.b. 30- 45 mín. Ef niðurstaðan er sú að viðkomandi geti haft gagn af innleggjum, er grunnurinn að þeim mótaður um fótinn í þessari heimsókn.Komi upp grunur um mislanga fótleggi eða annan stoðkerfis vanda , þá vinnur FÓTATAK ÁSBRÚ í náinni samvinnu við Egil Þorsteinsson kírópraktor, sem rekur KÍRÓPRAKTÍK ÁSBRÚ í sama húsi,“ segir Sigurður Guðni Karlsson. Hann er löggiltur fótaaðgerðarfræðingur sem hlaut menntun sína í Danmörku.

„Öll innlegg frá okkur eru handsmíðuð frá grunni. Þau eru mótuð kringum fót viðkomandi og vegna þess hve vel þau passa þarf yfirleitt engan aðlögunartíma, heldur líður fólki strax vel með þau. Grunnurinn getur verið úr mismunandi efnum og sömuleiðis yfirborðið, allt í samræmi við þarfir hvers og eins,“ segir Sigurður.
 
Sigurður gerir  líka mjög sérstök innlegg sem hægt er að nota í háhælaskó, stígvél, spariskó og fótboltaskó. Þau eru fyrirferðarlítil en gera samt ótrúlegt gagn. Þau eru kölluð „nettur“.

„Barnainnleggin okkar hafa mikla sérstöðu. Við álítum að best sé til frambúðar að líkaminn fái að þroskast sem mest án inngripa. Þess vegna gerum við innlegg sem þjálfa barnsfótinn og hjálpa þremur lögum af vöðvum undir fætinum við að rétta ilbogann upp. Foreldrar ættu að okkar mati alltaf að taka mark á þegar barn kvartar undan þreytu eða verkjum, og koma með það í rannsókn,“ segir Sigurður Guðni í samtali við blaðið. Tímapantanir eru í síma 860 6747 en opnunartími FÓTATAK ÁSBRÚ verður fyrst um sinn á föstudögum kl. 09-13.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024