Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Þriðjudagur 29. maí 2001 kl. 09:57

SBK hf. að gera það gott

SBK hf. er rótgróið fyrirtæki sem fylgist jafnframt vel með því sem er að gerast. Stjórendur fyrirtækisins hafa verið duglegir við að markaðssetja sig og bjóða upp á ýmsar nýungar sem hefur styrkt stöðu fyrirtækisins svo um munar. Bílafloti SBK hefur verið endurnýjaður, bílaleigan gengur vel og nú síðast festu þeir kaup á hlut í skemmtiferða- og hvalaskoðunarskipinu Hafsúlunni.

Fyrir tæpum þremur árum var mörkuð ný stefna hjá SBK hf. en þá var gerð áætlun um endurnýjun bílaflota fyrirtækisins til 5 ára, sem miðar að því að endurnýja bílaflotann eftir ákveðinni áætlun. „Vorið 2000 fengum við Man 54 sæta, árgerð 1995, nánast ónotaðan hópferðabíl og þá um haustið fengum við þrjá nýja, árgerð 2000 Renault Ovi, 36 manna bíla. Þetta eru lúxusbílar, með öllum þægindum, öryggisbeltum í öllum sætum, loftkælingu, stillanleg sæti, o.fl. Nú nýlega fengum við síðan nýjan 58 sæta lúxusbíl af gerðinni BOVA sem er hollensk framleiðsla og fyrsti bíll sinnar tegundar á Íslandi. Þessi tegund er vel þekkt í Evrópu og hefur þessi tegund verið í framleiðslu í 17 ár, en saga fyrirtækisins nær allt aftur til ársins 1871“, segir Einar Steinþórsson framkvæmdastjóri SBK hf. Þess má geta að SBK hf er umboðsaðili fyrir BOVA á Íslandi og Vélar og þjónusta munu sjá um viðhald bílanna. BOVA framleiðir 600 nýjar rútur á ári og flytur út 90% af þeim. Stærsti markaðurinn er Þýskaland, þar sem BOVA er númer eitt á markaðinum.
SBK hf hefur í samhliða þessari endurnýjun bílaflotans, farið inn á nýjar brautir í þjónustu við sína viðskiptavini. Í vor var gefinn út bæklingur þar sem boðið er upp á tilbúnar ferðir fyrir hópa, undir nafninu Dekur & djamm. Að sögn Einars hefur þessi nýbreytni mælst vel fyrir og greinilegt að viðskiptavinir SBK hf. kunna að meta þessa þjónustu.
„Suðurnesjamenn hafa verið að fara til Reykjavíkur og í lengri ferðir austur fyrir fjall, en höfuðborgarbúar hafa mest sótt hingað á Suðurnesin, bæði í dagsferðir og einnig gist á hótelunum okkar hér á svæðinu“, segir Einar.
Fyrirtækið gerir meira en að fara í rútuferðir en á SBK hf. rekur einnig bílaleigu og hvalaskoðunarbátinn Hafsúluna, ásamt fleiri aðilum. „Við leigjum út fimm manna fjölskyldubíla, 9 manna bíl og einnig 15 manna hópferðabíla. Við eigum einnig hlut í Hafsúlunni sem er glæsilegt skip, fyrir allt að 150 farþega og 110 geta setið til borðs í góðum veitingasal.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024