Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Sbarro og Subway á Fitjum bjóða heimsendingu með leigubílum
Mánudagur 23. mars 2020 kl. 17:07

Sbarro og Subway á Fitjum bjóða heimsendingu með leigubílum

Veitingastaðirnir Sbarro og Subway á Fitjum í Reykjanesbæ hafa tekið höndum saman og bjóða nú í samstarfi við leigubílastöðina A-stöðina upp á fría heimsendingu ef pantað er fyrir 5000 krónur eða meira. Ef pantað er fyrir lægri upphæð er sendingarkostnaður 1500 krónur.

Staðirnir gera þetta til að auðvelda fólki að nálgast vörur fyrirtækjanna. Matseðla Sbarro og Subway er að finna á netinu og svo eru viðskiptavinir beðnir um að hringja og panta. (Sjá auglýsingar frá stöðunum hér á vf.is) Eingöngu er hægt að greiða fyrir pantanir með korti í gegnum síma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leigubílstjórar A-stöðvarinnar sjá svo um að koma vörunum heim að dyrum.