Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Sautánda Nettó verslunin opnar í Mosfellsbæ
Hallur Geir Heiðarsson, rekstrarstjóri Nettó verslana, Jón Steinar Brynjarsson verslunarstjóri Nettó Sunnukrika ásamt Gunnari Agli Sigurðssyni framkvæmdastjóra verslunarssviðs.
Fimmtudagur 3. júní 2021 kl. 12:00

Sautánda Nettó verslunin opnar í Mosfellsbæ

Föstudaginn 4. júní mun Nettó opna nýja verslun við Sunnukrika í Mosfellsbæ. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að standsetja rýmið síðustu vikur. Í Sunnukrika 3 verður einnig að finna heilsugæslu, apótek, bensíndælur og kjötbúð en opnunartími Nettó verður kl. 10-21 alla daga.

„Við höfum horft til Mosfellsbæjar mörg undanfarin ár og erum ótrúlega spennt fyrir að opna. Staðsetningin er mjög spennandi og með þeim flottu fyrirtækjum og þjónustu sem er í húsinu er ljóst að þjónusta við íbúa mun stórbatna. Þetta er önnur græna verslun okkar sem þýðir að öll tæki eru keyrð á umhverfisvænum orkumiðli, LED lýsing er í versluninni, allt sorp er flokkað , allir frystar og megnið af kælum eru lokaðir svo eitthvað sé nefnt. Verslun okkar er rúmgóð með miklum þægindum, björt og vítt til veggja. Við leggjum mikla áherslu á ferskvöruna og það fyrsta sem mætir þér er brakandi ferskt ávaxta og grænmetistorg. Nettó er leiðandi í heilsusamlegum- og lífrænum vörum og fá þær vörur mikið rými. Á hverjum degi verður boðið uppá nýbakað brauð, ferskvörusvæðið okkar er stórt og með mikið vöruval.“ Segir Gunnar Egill.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verslanir Nettó eru staðsettar á 17 stöðum á landinu og bætist nú glæsileg verslun við í Mosfellsbæ. Nettó er í eigu Samkaupa hf. og var fyrsta lágvöruverslunin til að opna netverslun á Íslandi. Þá er verið að innleiða vildarkerfi sem gildir í öllum Nettó verslunum sem ber heitið Samkaup í símann og veitir viðskiptavinum fastan afslátt af innkaupum og aðgang að sértilboðum.

Samkaup reka um 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.