SAS hefur reglulegt flug til Keflavíkur frá Osló
SAS hóf í dag áætlunarflug milli Keflavíkur og Oslóar og lenti flugvél SAS á Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm í dag. SAS hyggst fljúga reglulega til Íslands fram í októbermánuð en í boði eru í kringum eitt þúsund og níu hundruð flugsæti.
SAS bætist þar með í hóp ?eirra þriggja flugfélaga sem nú þegar halda uppi áætlunarflugi til Íslands, það er Icelandair, Iceland Express og British Airways. Hátt í 170 þúsund flugsæti í áætlunarflugi eru í boði til og frá Íslandi í hverjum mánuði í sumar.
Mynd: Vél SAS lendir í Keflavík síðdegis. Flugturninn í baksýn. VF/Hilmar Bragi
SAS bætist þar með í hóp ?eirra þriggja flugfélaga sem nú þegar halda uppi áætlunarflugi til Íslands, það er Icelandair, Iceland Express og British Airways. Hátt í 170 þúsund flugsæti í áætlunarflugi eru í boði til og frá Íslandi í hverjum mánuði í sumar.
Mynd: Vél SAS lendir í Keflavík síðdegis. Flugturninn í baksýn. VF/Hilmar Bragi