Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 20. maí 1999 kl. 23:23

SAMTÖK VERSLUNARINNAR KVÖRTUÐU TIL SAMKEPPNISRÁÐS

Samtök verslunarinnar kvörtuðu til Samkeppnisráðs um starfsemi Gleraugnaverslunar Keflavíkur í Leifsstöð: Samkeppnisráð telur ekkert athugavert hjá versluninni Samkeppnisráð vísar frá athugasemdum Samtaka verslunarinnar sem kvartaði til ráðsins varðandi sölu Gleraugnaverslunar Keflavíkur á gleraugum og umgjörðum í Leifsstöð. „Ég er auðvitað ánægður með þessa niðurstöðu. Vonandi fáum við nú frið til að sinna okkar málum í Leifsstöð þar sem við erum að eiga viðskipti, ekki bara við Íslendinga sem eru á leið til útlanda, heldur í mjög auknum mæli við svokallaða transit farþega, en aðalatriði okkar er að geta veitt sem besta þjónustu þar sem aðalatriði okkar er að geta veitt sem besta þjónustu“, sagði Kjartan Kristjánsson í Gleraugnaveslun Keflavíkur. Í kvörtun Samtaka verslunarinnar kemur fram að það sé skoðun samtakanna að starfsemi Gleraugnaverslunar Keflavíkur, Optical studio í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, brjóti í bága við ákvæði tollalaga og laga um virðisaukaskatt. Fjármálaráðuneytið taldi að svo væri ekki en Samtökin voru ásammála þeirri túlkun og leituðu því til samkeppnisráðs. Samkeppnisráð fékk umsögn ríkistollstjóra um kvartanir Samtaka verslunarinnar sem m.a. voru um tengsl við aðrar verslanir. Ríkstollstjóri telur að tengsl gleraugnaverslunar við aðrar gleraugnaverslanir utan flutstöðvarinnar skipti ekki máli en Gleraugnaverslun Keflavíkur rekur aðrar verslanir í Keflavík og Reykjavík. „Ekki skipti máli þótt kaupin hafi verið undirbúin annars staðar, t.d. með vali á umgjörð til að spara tíma. Slík fyrirhyggja farþega í tímaþröng geti vart talist brot á tollalögum eða öðrum lögum hafi kaupin verið gerð í hinni tollfrjálsu verslun“, segir í umsögn tollstjóra. Og kvörtun um að hægt sé að kaupa fyrir aðra segir í umsögn tollstjóra að það sé forsenda tollfríðinda að vara sé vegna persónulegra nota viðkomandi eða skylduliðs, en ekki í atvinnuskyni. Samtök verslunarinnar kvarta einnig yfir því að hægt sé að geyma varning sem hægt sé að nálgast á heimleið. Í umsögn tollstjóra segir um þann þátt: „Þess er einnig getið að tíðkast hafi um langan tíma í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli að aðilar hafi fengið að geyma fyrirferðarmeiri hluti, keypta við brottför, þar til þeir kæmu heim en þá fengið þá afhenta fyrir tollafgreiðslu. Þetta fyrirkomulag hafi ekki þótt aðfinnslulegt og ókunnugt sé um að efi hafi vaknað um lögmæti þessa“. Í niðurstöðum Samkeppnisráðs telur ráðið að sú háttsemi neytenda að skoða vörur í gleraugnaverslunum tveimur utan fríhafnarsvæðisins, með það í huga að eiga viðskipti við verslunina á fríhafnarsvæðinu, fari ekki gegn markmiðum samkeppnislaga. Það er staðfest í gögnum málsins að gleraugnaverslunin Optical Studio getur afgreitt gleraugu á innan við 15 mínútum og er því fær um að þjóna neytendum, sem leið eiga um fríhöfnina í flugstöðinni og hafa í flestum tilvikum takmarkaðan tíma. Ákvörðunarorð ráðsins eru þessi: „Ekki eru efni til frekari afskipta samkeppnisráðs í þessu máli“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024