Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

  • Samstarfsaðili Keilis vinnur til virtra verðlauna
  • Samstarfsaðili Keilis vinnur til virtra verðlauna
Fimmtudagur 23. apríl 2015 kl. 16:28

Samstarfsaðili Keilis vinnur til virtra verðlauna

Samstarfsaðili Flugakademíu Keilis í flugvirkjanámi skólans, Air Service Training í Skotlandi, vann nýverið ein virtustu verðlaun sem eru veitt breskum fyrirtækjum og stofnunum „the Queen's Award for Enterprise International Trade 2015” og eru þau mikil gæðavottun fyrir starsemi þeirra.

Air Service Training ltd. (AST) í samstarfi við Keili hefur sett upp útibú frá skóla sínum í Perth í Skotlandi hjá Keili þar sem fram fer réttindanám flugvirkja. Um er að ræða fimm anna samþykkt nám fyrir flugvirkja „Approved IR Part 66 Category B“ sem er bóklegt og verklegt iðnnám flugvirkja. Námið tekur mið af námsskrá sem gefin er út af EASA samkvæmt samevrópski útgáfu skírteina og sér AST um framkvæmd og ber faglega ábyrgð á gæðum námsins. Þeir sem ljúka flugvirkjanámi hjá AST öðlast öll þau réttindi sem EASA 145 viðhaldsfyrirtæki krefjast við ráðningu flugvirkja fyrir nútíma flugvélar.

AST - Air Service Training er viðurkenndur „Part 147“ þjálfunaraðili til útgáfu flugvirkjaréttinda samkvæmt gæðastöðlum EASA. AST er hluti af Perth College og University of Highlands and Islands (UHI) í Perth í Skotlandi og hefur starfrækt flug- og flugvirkjaskóla í 79 ár á Bretlandseyjum og víðar.

Enn er hægt að sækja um í flugvirkjanám Keilis og AST. Nánari upplýsingar á www.flugvirkjun.is
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024