Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Samstarf um greiðsluþjónustu til kínverskra ferðamanna í flugstöðinni
Fimmtudagur 11. apríl 2019 kl. 10:31

Samstarf um greiðsluþjónustu til kínverskra ferðamanna í flugstöðinni

Veitingafyrirtækið Lagardère Travel Retail á Íslandi, sem á og rekur veitinga- og kaffistaði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, og fyrirtækið Central Pay, sem býður upp á einfaldar leiðir til þess að taka við greiðslum frá AliPay og WeChat Pay, hafa komist að samkomulagi um notkun á greiðslu- og markaðslausnunum Alipay og WeChat Pay á veitinga- og kaffistöðum Lagardère Travel Retail. Þannig kemur Lagardère Travel Retail á Íslandi til móts við ört stækkandi hóp kínverskra ferðamanna sem koma til landsins með viðkomu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
 
WeChat Pay eru farsímagreiðslur sem eru innbyggðar í WeChat samfélagsmiðilinn, sem er einn vinsælasti samfélagsmiðill í heimi með yfir milljarð notenda. Alipay sem er leiðandi á sínu sviði í heiminum er farsímagreiðsluþjónusta, sem er notuð af yfir 700 milljónum manna í Kína. Greiðslur í gegnum þessa miðla nema um 94% allra farsímagreiðslna í Kína. Kínverskum ferðamönnum til Íslands hefur fjölgað jafnt og þétt, en á síðasta ári voru þeir um 90 þúsund og í ár er áætlað þeir verði hátt í 110 þúsund. Þrátt fyrir fækkun ferðamanna til landsins almennt, fjölgaði kínverskum ferðamönnum um 16,4% á fyrstu tveimur mánuðum ársins, sem er aukning frá sama tímabili í fyrra.
 
„Okkur heimsækja sífellt fleiri ferðamenn frá Kína, þar sem reiðufé og greiðslukort eru ekki aðalgreiðslumátinn heldur snertilausar greiðslur eins og með farsíma,“ sagði Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Lagardère Travel Retail á Íslandi.
 
„Með WeChat og Alipay geta kínverskir notendur sinnt sínum helstu daglegu þörfum eins og að greiða reikninga eða greiða fyrir ýmsar vörur og þjónustu. Það er því mjög mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á viðskiptahætti sem þeir þekkja, til að geta tryggt fljót og hnökralaus viðskipti. Flugvellir eru oft fyrsti viðkomustaður ferðamanna um landið okkar og það er mikilvægt að geta sýnt þeim að við getum komið til móts við þarfir þeirra, sama hvaðan þeir koma.”
 
„Við bjóðum upp á einfaldar og sérsniðnar heildarlausnir fyrir íslensk fyrirtæki að tengjast kínverskum markaði og ferðamönnum. AliPay og WeChat Pay eru vinsælustu greiðsluþjónusturnar á meðal Kínverja og því skapar það traust í viðskiptum ef þeir hafa aðgang að því greiðsluferli sem þeir þekkja,” sagði Stefán Þór Stefánsson, framkvæmdastjóri Central Pay. 
 
„Greiðsluþjónusturnar veita Lagardère Travel Retail á Íslandi tækifæri til að efla þjónustu og sölu til kínverskra ferðamanna, bæði með þekktum greiðsluleiðum og  sérsniðinni markaðssetningu.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024