Samningur við NIKE
Gunnleifur Gunnleifsson og Guðmundur Steinarsson, knattspyrnumenn frá Keflavík, undirrituðu samning við NIKE fyrir skömmu. Samningurinn felur í sér að NIKE útvegar þeim allar íþróttavörur til knattspyrnuiðkunar en þess má geta að Keflavíkurliðið leikur einnig í búningum frá NIKE. Það er verslunin K-Sport sem er með umboð fyrir NIKE á Suðurnesjum.