Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Samkeppni um Stokkhólm yfir hásumarið
Fimmtudagur 5. apríl 2012 kl. 13:29

Samkeppni um Stokkhólm yfir hásumarið


Skandinavíska flugfélagið SAS ætlar að fljúga héðan til höfuðborgar Svíþjóðar fjórum sinnum í viku í sumar. Icelandair hefur setið eitt að þessari flugleið. Frá þessu greinir Túristi.is


Síðustu ár hefur Icelandair verið eina félagið sem hefur séð sér hag í að bjóða upp á ætlunarflug héðan til Stokkhólms. Nú ætlar hins vegar SAS að blanda sér í slaginn og bjóða upp á fjórar ferðir í viku frá Stokkhólmi en þó aðeins yfir aðal ferðamannatímabilið. Fyrsta ferðin er 22. júní og sú síðasta 14. ágúst.

Anders Lindström, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir í samtali við Túrista að mikil eftirspurn sé eftir ferðum til Íslands yfir sumarmánuðina og því hafi beinu flugi milli Stokkhólms og Reykjavíkur verið bætt við sumardagskrána. SAS flýgur hins vegar hingað allt árið um kring frá Osló.

Aðspurður um hvort vetrarflug til Reykjavíkur frá Stokkhólmi sé í pípunum hjá SAS segir Anders áhugann og eftirspurnina vera mestan yfir sumarið. Ef forsvarsmenn félagsins sjái þörf fyrir flug yfir veturinn verði það að sjálfsögðu tekið til skoðunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024