Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Samkaup Úrval og Samkaup Strax opna undir nýju nafni
Miðvikudagur 2. nóvember 2016 kl. 14:59

Samkaup Úrval og Samkaup Strax opna undir nýju nafni

Að undangenginni mikilli vinnu og framkvæmd kannana verður Samkaup Úrval og Samkaup Strax verslunum á öllu landinu breytt og munu mynda nýja keðju sem heitir Kjörbúðin.

Ráðist var í umfangsmikla viðhorfskönnun meðal rúm­lega 4.000 viðskiptavina Samkaupa um land allt. Byggt á niðurstöðum hennar hefur ný verslunarkeðja verið hönnuð út frá þörfum og óskum viðskipta­ vina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kjörbúðinni er ætlað að þjón­usta bæjarbúa með því að bjóða gott úrval, lágt verð og ferskar vörur úr nærumhverfinu á hverjum stað. Með því vill Samkaup gera viðskiptavinum sínum um allt land kleift að versla daglega allar helstu nauðsynjavörur á samkeppnishæfu verði.

Kjörbúðin Sandgerði opnar föstudaginn 4. nóvember og Kjörbúðin Garði 11. nóvember, segir í tilkynningu frá Samkaupum.