Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Samkaup skoðar 10-11
Fimmtudagur 16. september 2010 kl. 08:40

Samkaup skoðar 10-11

„Þetta eru gögn sem eru opin þeim sem áhuga hafa. Hvað kemur út úr því veit maður ekki. Við útilokum ekkert á þessari stundu,“ segir Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa í Morgunblaðinu í dag, aðspurður hvort fyrirtækið hafi áhuga á að kaupa 10-11 verslanakeðjuna út úr Högum.

Ómar ítrekar að of snemmt sé að fullyrða nokkuð um hvort kaupin verði íhuguð frekar en ljóst er að með þeim myndi hlutdeild Samkaupa á markaðnum aukast úr um 15% í 19%, sé stuðst við nýlegar tölur Samkeppniseftirlitsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Spurður hvort Kaupás, sem á og rekur Nóatún, Krónuna og 11-11 keðjuna, hafi áhuga á 10-11 keðjunni svarar Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, því til að hann tjái sig ekki að svo stöddu.

www.mbl.is