SAMKAUP OPNAR Í GRINDAVÍK
- versluninni breytt á nýju ár!Samkaup hf. hefur keypt meirihluta hlutafjár í Staðarborg ehf. sem átti og rak verslunina Staðarkaup í Grindavík. Með kaupunum breytist nafn verslunarinnar í Samkaup og verður verslunin rekin á sama vöruverði og í öðrum Samkaupsverslunum, sem eru nú samtals 5.Ómar Jónsson verður áfram verslunarstjóri og sagði hann í samtali við Víkurfréttir að fyrirhugaðar væru miklar breytingar á versluninni fljótlega á nýju ári. Fyrirkomulag innandyra verður stokkað upp. Breytinga er að vænta á kjötborði en of snemmt að segja nú hverjar þær verða. Fyrstu hugmyndir gera ráð fyrir að kjötborðið verði opið fimmtudag til laugardags. Ómar vildi koma á framfæri þakklæti til Grindvíkinga fyrir góðar móttökur við breytingunum. Hjá Samkaup í Grindavík starfa 15 manns.