Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Samkaup opnar í Búðardal
Fimmtudagur 29. mars 2007 kl. 13:10

Samkaup opnar í Búðardal

Samkaup hf. mun opna verslun í Búðardal nk. föstudag, þ. 30. mars kl. 14:00, þar sem áður var rekin verslun og veitingasala undir nafninu Dalakjör. Verslunin verður starfrækt undir vörumerkinu Samkaup Strax sem býður mikið vöruúrval, langan opnunartíma og góða þjónustu. Svala Svavarsdóttir hefur verið ráðin verslunarstjóri og í tilefni af opnuninni verður boðið upp á veitingar og tilboð.

,,Að undanförnu höfum við verið að fjölga verslunum til þess að styrkja okkar rekstur. Í tengslum við nokkrar verslanirnar á landsbyggðinni er einnig rekin veitingasala og horfum við björtum augum til þeirra starfssemin enda sjáum við ýmis samlegðaráhrif og marga góða kosti í slíkri starfsemi” segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa hf.

Verslunin í Búðardal verður opin frá  10-18 á virkum dögum og 11-18 um helgar þar til sumarafgreiðslutími tekur gildi seinni part apríl. 

Samkaup hf. rekur 40 verslanir um allt land en aðalskrifstofur félagsins eru í Keflavík. Verslanirnar skiptast í fjórar keðjur eftir vöruúrvali og þjónustustigi. Stórmarkaðirnir heita Samkaup úrval, hverfaverslanir Samkaup strax og lágvöruverðsverslanir heita Nettó og Kaskó. Hjá Samkaupum hf. starfa nú um 750 starfsmenn.

VF-Mynd/elg: Ný verslun Samkaupa í Garði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024