Dubliner
Dubliner

Viðskipti

Samkaup lækka verð á yfir 600 vörum í Krambúðinni og Kjörbúðinni
Fimmtudagur 15. október 2020 kl. 14:41

Samkaup lækka verð á yfir 600 vörum í Krambúðinni og Kjörbúðinni

Samkaup hefur lækkað verð á yfir 600 vörum í Krambúðinni og Kjörbúðinni um land allt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Það er fagnaðarefni að geta lækkað vöruverð á tímum sem þessum, þegar gengi krónurnar hefur lækkað um 11% frá því í júlí með tilheyrandi verðhækkunum á innfluttum vörum,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa í tilkynningunni. „Við erum í samstarfi við stærstu verslunarkeðju Danmerkur og með sameiginlegum innkaupakrafti okkar og þeirra og með auknu vöruúrvali náum við að flytja inn vörurnar með mun hagkvæmari hætti en ella - viðskiptavinum okkar til hagsbóta.“

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Vörurnar eru sem fyrr segir yfir 600 talsins en um er að ræða vörumerkin X-tra, Coop og Änglamark, sem eru gæðavörur en mun ódýrari en sambærilegar merkjavörur. Í langflestum tilvikum er verðið á þessum vörum í Krambúðinni og Kjörbúðinni það sama og í lágvöruverðsversluninni Nettó.

Samkaup reka ríflega 60 verslanir víðs vegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland og Samkaup Strax.

Dubliner
Dubliner