Samkaup kaupir verslun á Selfossi
Samkaup h.f. hefur keypt verslunina Hornið á Selfossi og tekur við rekstri hennar fimmtudaginn 26. febrúar. Verslunin er á 500 fermetra gólffelti auk lagerrýmis. Hornið er staðsett við Tryggvagötu 40 í miðri íbúðabyggð nærri Fjölbrautaskóla Suðurlands. Allt starfsfólk verslunarinnar og verslunarstjóri munu koma til starfa hjá Samkaupum h.f. Kaupfélag Suðurnesja hefur jafnframt keypt húseignina sem verslunin er í.
Myndin: Ný verslun Samkaupa á Selfossi.