Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Samkaup kaupir verslanir 10-11 og Iceland
Séð inn í verslun Iceland í Keflavík en hún opnaði þar fyrir nokkrum mánuðum.
Laugardagur 7. apríl 2018 kl. 12:21

Samkaup kaupir verslanir 10-11 og Iceland

Samkaup og Basko hafa komist að samkomulagi um að Samkaup kaupi valdar verslanir í eigu Basko. Basko rekur verslanir undir vörumerki 10-11, Iceland, Háskólabúðin og Inspired By Iceland.

Samkaup reka um fimmtíu verslanir á 33 stöðum um allt land. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu vörumerki Samkaupa eru Nettó,  Kjörbúðin og Krambúð. Starfsmenn félagsins eru um 1.000 í rúmlega 500 stöðugildum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkomulagið er enn háð fyrirvörum, m.a. um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins Samningsaðilar munu ekki tjá sig frekar um viðskiptin þar til fyrirvörum hefur verið aflétt.