Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Samkaup hf.: Opna verslun á Höfn í Hornafirði
Laugardagur 13. janúar 2007 kl. 12:56

Samkaup hf.: Opna verslun á Höfn í Hornafirði

Kaupfélag Hérasðbúa og Samkaup hf. hafa náð samkomulagi um að Samkaup hf. muni reka Nettó-lágvöruverðsverslun í Miðbæ á Höfn. 
Nettó er lágvöruverðsverslun sem býður upp á breiðasta vöruúrvalið miðað við aðrar lávöruverðsverslanir á landinu og mun því uppfylla daglegar þarfir Hafnarbúa með matvörur.

KHB keypti þrjár fasteignir á Höfn af dótturélagi Kaupfélags Austur- Skaftfellinga í lok árs 2005. Með kaupunum hugðist Kaupfélag Héraðsbúa opna verslun á Höfn í samkeppni við núverandi verslunaraðila sem rak þar tvær verslanir, þar á meðal eina lágvöruverðsverslun. Sá aðili tók ákvörðun um að loka lágvöruverðsverslun sinni fljótlega eftir kaupin, segir í tilkynningu frá Kaupfélagi Héraðsbúa.

Einnig segir að síðan þá hafiKaupfélag Héraðsbúa skoðað tvo kosti, báða góða fyrir íbúa Hafnar. Annar var að opna mjög góða þjónusverslun með mikið vöruval og vel samkeppnishæfum verðum í miðbæ Hafnar. Hin var að opna þar lágvöruverðsverslun.

Það er mat Kaupfélags Héraðsbúa að íbúar á Höfn vilji frekar þá verslun sem býður lægra verð en meiri þjónustu. Þess vegna hefur félagið samið við Samkaup hf. um að þeir taki yfir fasteignirnar á Höfn og reki verslun þar undir merkjum Nettó í miðbæ Hafnar.

Í tilkynningu frá KHB segir það von Kaupfélags Héraðsbúa að sá tími sem tekur að breyta versluninni yfir í Nettó-verslun verði sem stystur og að íbúar taki vel á móti nýjum verslunaraðila á Höfn.

Auk þessa opnaði Samkaup hf. nýverið Kasko-verslun á Akranesi.

 

Mynd: Miðbær á Höfn. Ljósm.: www.hornafjordur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024