Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Þriðjudagur 13. júlí 1999 kl. 18:56

SAMKAUP Á HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

Samkaup hf. keypti á dögunum Suðurver við Stigahlíð í Reykjavík. Guðjón Stefánsson, kaupfélagsstjóri, sagði þetta fyrstu kaup félagsins á verslunarrekstri í Reykjavík. „Við rekum í dag 10 verslanir, 5 í Reykjanesbæ , eina í Hafnarfirði, eina á Ísafirði, eina í Garði, eina í Sandgerði auk þess sem við eignuðumst nýlega meirihluta í Staðarkaupum í Grindavík. Aðalmarkmið okkar hefur verið að þjóna landsbyggðinni en það er ljóst að ef að okkur er þrengt þá er auðveldast að bæta það upp með verslunarrekstri í Reykjavík.“ Nú hafa verið miklar sviptingar á matvörumarkaðnum undanfarna mánuði og ár. Er Samkaup á leið að sameinast einhverjum öðrum? „Ég held að það sé frekar spurning um hverjir ætli að sameinast okkur því við erum að færa út kvíarnar. Samkeppnisskilaboð Samkaupa hf. eru skýr. Við getum sótt inn á höfuðborgarsvæðið séum við knúnir til þess.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024