Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 21. janúar 1999 kl. 14:55

SAMIÐ UM VEITINGAREKSTUR

Á dögunum var undirritaður samningur milli Bláa lónsins hf. og Sigurðar Jónssonar varðandi veitingarekstur á nýja baðstaðnum við Bláa lónið. Sigurður hefur um árabil starfað sem deildarstjóri við flugeldhús Flugleiða og því vel kunnugur bæði veitingarekstri og ferðaþjónustu. Íslenskir veitingamenn sýndu veitingaekstrinum mikinn áhuga því u.þ.b. 20 aðilar sendu inn umsóknir eftir að auglýst hafði verið eftir samstarfsaðila. Mikil fjölgun gesta var í lónið á árinu og heimsóttu rúmlega 171 þúsund gestir staðinn á móti 152 þúsundum gesta árinu áður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024