Sameining Avis bílaleigunnarog Bílaleigunnar Geysis
-verður önnur stærsta bílaleiga landsinsNú um áramótin sameinuðust tvær af stærri bílaleigum landsins Avis bílaleigan og Bílaleigan Geysir. Sameinuð verða fyrirtækin næst stærsta bílaleiga landsins, með áætlaðan bílafjölda á háönn um 400, og nettóársveltu í bílaleigu nálægt 300 miljónum króna. Við sameininguna flytur Avis bílaleigan höfuðstöðvar sínar í Dugguvog 10, þar sem Bílaleigan Geysir hefur haft höfuðstöðvar um áratugar skeið. Á sama tíma færist afgreiðsla Geysis í Keflavík í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar sem Avis hefur haft aðstöðu frá upphafi. Sameining fyrirtækjanna á sér mjög stuttan aðdraganda, og verður fyrst um sinn í raun um náið samstarf að ræða, en stefnt er að því að eignarhaldsfélög beggja bílaleiganna og öll útibú þeirra verði að fullu sameinuð strax á vormánuðum. Fyrirtækið mun áfram starfa undir báðum nöfnum þ.e. Avis og Geysir.Að sögn Garðars K. Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra Geysis er höfuðmarkmið sameiningarinnar að nýta bílaflotann betur, að samnýta starfsstöðvar og starfsfólk og að byggja upp sterkari rekstrareiningu á sístækkandi samkeppnismarkaði. Auk þess mun fyrirtækið leggja aukna áherslu á þjónustu við þá sem þurfa bílaleigubíla erlendis, en Avis, sem er næststærsta bílaleiga heims, býður upp á þjónustu um nánast allan heim.Engar mannabreytingar hafa orðið við sameininguna og munu framkvæmdastjórarnir Þórunn Reynisdóttir og Garðar K. Vilhjálmsson skipta með sér verkum við stjórn fyrirtækisins.„Viðskiptavinir fyrirtækjanna verða væntanlega ekki varir við miklar breytingar enda hafa bæði fyrirtæki kappkostað að veita fyrsta flokks þjónustu og verður á engu slakað í þeim efnum“, sagði Garðar.Stærstu eigendur Geysis eru Keflvíkingarnir Hilmar Sölvason, Garðar K. Vilhjálmssonog Sigurbjörn Björnsson.