Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Saltfisksetur Íslands í Grindavík vinsælt
Föstudagur 16. maí 2003 kl. 15:14

Saltfisksetur Íslands í Grindavík vinsælt

Bókanir í Saltfiskssetur Íslands í Grindavík fara mjög vel af stað í byrjun sumars og eru tugir hópa búnir að bóka komu sína í sumar. Kjartan Kristjánsson forstöðumaður Saltfiskssetursins er mjög ánægður með bókanir fyrir sumarið og segir hann að þær hafi farið fram úr björtustu vonum.„Maí mánuður er að fyllast hjá okkur og bókanir fyrir júní og júlí ganga mjög vel. Þetta er framar öllum vonum og við erum náttúrurlega mjög ánægð með þetta.“ Kjartan segir að Kynnisferðir muni í sumar koma einu sinni á dag í Saltfiskssetrið með ferðamenn og hann vonast til að sú þjónusta verði vel nýtt af ferðamönnum.

VF-ljósmynd: Forseti Íslands opnaðir Saltfisksetrið með viðhöfn í haust. Með honum á myndinni eru Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri og Björn G. Björnsson sýningarhönnuður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024