Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Sala á ríkishlut í HS: Samið við Capacent um ráðgjöf
Laugardagur 3. febrúar 2007 kl. 14:21

Sala á ríkishlut í HS: Samið við Capacent um ráðgjöf

Samið hefur verið við Capacent ehf um ráðgjöf varðandi fyrirhugaða sölu ríkissjóðs á 15,2% hlut í Hitaveitu Suðurnesja hf.

Fjögur innlend ráðgjafafyrirtæki skiluðu inn tilboðum til Framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Var það mat nefndarinnar að tilboð Capasent væri hagstæðast þar sem vegnir voru saman matsþættir er vörðuðu verðtilboð ásamt þekkingu og reynslu fyrirtækisins og starfsmanna þess á sviði innlendra og erlendra fjármála- og orkumála.
Hlutverk Capacent verður að verðmeta fyrirtækið, gera sölulýsingu og aðstoða við söluferlið.

Ekki liggur fyrir í smáatriðum hvernig söluferlið verður, t.d. er ekki ljóst hvort einhverjar takmarkanir verða á því hverjir mega bjóða.
Næsta víst má telja að stjórn HS muni nýta þann forkaupsrétt sem hún hefur fyrir hönd félagsins. Hlutur ríkisins nemur um 7,5 milljarði króna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024