SÆVAR TIL ÍSLANDSBANKA
Sævar Pétursson, rekstrarverkfræðingur, hefur verið ráðinn fulltrúi útibússtjóra Íslandsbanka í Keflavík. Sævar tekur til starfa 1. október en hann tekur við starfinu af Unu Steinsdóttur sem sest í útibússtjórastól sem Eiríkur Alexandersson hefur vermt undanfarin áratug en hann er að láta af störfum um næstu áramót vegna aldurs. Sævar hefur að undanförnu starfað hjá Reykjanesbæ og haft yfirumsjón með verklegum framkvæmdum.