Sætanýting Iceland Express 79,8% fyrstu vikuna
Fyrstu vikuna eftir að flugstarfsemi Iceland Express hófst var sætanýting félagsins 79,8%. Um er að ræða 3.306 sæti í 28 brottförum. Nokkuð jöfn skipting er í farþegafjölda til London og Kaupmannahafnar. Þessi sætanýting er töluvert umfram áætlanir félagsins, þar sem febrúar og mars eru alla jafna fremur daufir ferðamánuðir. Frá því sala farmiða hófst þann 9. janúar sl. hafa bókanir jafnt og þétt farið vaxandi. Farmiðasala tók síðan kipp þegar þota Iceland Express fór í loftið fyrir rúmri viku. Mest hefur orðið aukning í farmiðakaupum þeirra sem fara með skömmum fyrirvara og stoppa stutt erlendis.Álag á söluskrifstofu Iceland Express að Suðurlandsbraut 24 hefur verið mikið að undanförnu og hafa fjórir nýir þjónustufulltrúar verið ráðnir til að sinna sölu farmiða. Umferð um vefsíðu félagsins hefur þrefaldast á einni viku og bókanir erlendis frá eru nú 35% af öllum netbókunum.
Innritanir á flugvöllum hafa gengið mjög fljótt fyrir sig, þar sem farseðlar eru rafrænir. Íslenskir starfsmenn Iceland Express eru viðstaddir hverja komu og brottför á flugvöllunum í Keflavík, Stansted og Kaupmannahöfn. Hlutverk þeirra er að aðstoða flugfarþega og leysa úr vandamálum sem upp geta komið.
Söluskrifstofa Iceland Express í Bretlandi opnaði sl. mánudag og þjónar hún jafnt ferðaskrifstofum og einstaklingum. Gjaldfrjálst símanúmer skrifstofunnar fyrir einstaklinga er 0870 8500 737. Sambærilegt þjónustunúmer fyrir Norðurlönd verður tekið í notkun innan skamms.
Iceland Express hefur ráðgert mikla kynningarherferð í Bretlandi og á Norðurlöndunum á næstunni. Nú þegar hafa 33 breskir fjölmiðlamenn komið til Íslands á vegum félagsins og fleiri eru væntanlegir. Verið er að undirbúa fjölmiðlakynningu á Norðurlöndunum og á báðum þessum markaðssvæðum er jafnframt unnið að auglýsingaáætlunum. Þá hefur Iceland Express ákveðið að gera tilraun með markaðskynningu á Ítalíu, með því að vekja athygli á kostum þess að fara með lágfargjaldafélögum til Stansted flugvallar í London og áfram þaðan til Íslands. Ef árangur á Ítalíu verður góður hefur Iceland Express í hyggju að fara í svipaðar aðgerðir annars staðar á meginlandi Evrópu.
Frétt af Vísi.is
Innritanir á flugvöllum hafa gengið mjög fljótt fyrir sig, þar sem farseðlar eru rafrænir. Íslenskir starfsmenn Iceland Express eru viðstaddir hverja komu og brottför á flugvöllunum í Keflavík, Stansted og Kaupmannahöfn. Hlutverk þeirra er að aðstoða flugfarþega og leysa úr vandamálum sem upp geta komið.
Söluskrifstofa Iceland Express í Bretlandi opnaði sl. mánudag og þjónar hún jafnt ferðaskrifstofum og einstaklingum. Gjaldfrjálst símanúmer skrifstofunnar fyrir einstaklinga er 0870 8500 737. Sambærilegt þjónustunúmer fyrir Norðurlönd verður tekið í notkun innan skamms.
Iceland Express hefur ráðgert mikla kynningarherferð í Bretlandi og á Norðurlöndunum á næstunni. Nú þegar hafa 33 breskir fjölmiðlamenn komið til Íslands á vegum félagsins og fleiri eru væntanlegir. Verið er að undirbúa fjölmiðlakynningu á Norðurlöndunum og á báðum þessum markaðssvæðum er jafnframt unnið að auglýsingaáætlunum. Þá hefur Iceland Express ákveðið að gera tilraun með markaðskynningu á Ítalíu, með því að vekja athygli á kostum þess að fara með lágfargjaldafélögum til Stansted flugvallar í London og áfram þaðan til Íslands. Ef árangur á Ítalíu verður góður hefur Iceland Express í hyggju að fara í svipaðar aðgerðir annars staðar á meginlandi Evrópu.
Frétt af Vísi.is