Sæbýli stofnar nýtt fyrirtæki ásamt kanadískum aðilum
Sæbýli hf. í Vogum var stofnað af Ásgeiri Guðnasyni, Agnari Steinarssyni og Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni árið 1993 en ári seinna var laxeldisstöð Vogalax í Vogum keypt. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og nýverið náðu forsvarsmenn Sæbýlis samningi við Kanadískt fyrirtæki um stofnun nýs fyrirtækis sem staðsett verður í Kanada.
Jón Gunnarsson hefur verið framkvæmdastjóri Sæbýlis frá árinu 1999 og hann segir að mikilvægum áfanga sé náð með samningnum við kanadísku aðilana: „Við höfum unnið að því að ná þessum samningum í tvö ár, en samstarfið gengur út á að byggt verður upp Sæeyrnaeldi í Kanada. Kanadíska fyrirtækið heitir Abalone Investment Ltd. og við stofnum nýtt fyrirtæki ásamt þeim sem heitir Atlantic Abalone og verður hlutafé nýja fyrirtækisins tæpar 60 milljónir króna.“ Jón segir að kanadísku aðilarnir hafi leitað eftir samningum við Sæbýli eftir að hafa kynnt sér fyrirtækið vel: „Við erum með sjúkdómafrían stofn og veðurfarslegar aðstæður í Kanada eru mjög svipaðar og hér á landi. Sem hlutafé leggjum við fram þekkingu, tækni og ungviði í nýja fyrirtækið sem staðsett verður í Kanada,“ segir Jón að lokum.
Jón Gunnarsson hefur verið framkvæmdastjóri Sæbýlis frá árinu 1999 og hann segir að mikilvægum áfanga sé náð með samningnum við kanadísku aðilana: „Við höfum unnið að því að ná þessum samningum í tvö ár, en samstarfið gengur út á að byggt verður upp Sæeyrnaeldi í Kanada. Kanadíska fyrirtækið heitir Abalone Investment Ltd. og við stofnum nýtt fyrirtæki ásamt þeim sem heitir Atlantic Abalone og verður hlutafé nýja fyrirtækisins tæpar 60 milljónir króna.“ Jón segir að kanadísku aðilarnir hafi leitað eftir samningum við Sæbýli eftir að hafa kynnt sér fyrirtækið vel: „Við erum með sjúkdómafrían stofn og veðurfarslegar aðstæður í Kanada eru mjög svipaðar og hér á landi. Sem hlutafé leggjum við fram þekkingu, tækni og ungviði í nýja fyrirtækið sem staðsett verður í Kanada,“ segir Jón að lokum.