Sá einn veit er víða ratar - samstarf í ferðaþjónustu
Sá einn veit er víða ratar er nýtt samstarfsverkefni Bláa Lónsins, Eldingar , Landnámssetursins í Borgarfirði, Kynnisferða og Víkingaheima. Fyrirtækin munu bjóða handhöfum íslenskra greiðslukorta sérkjör yfir vetrarmánuðina. Með þessu vilja fyrirtækin hvetja Íslendinga til að njóta náttúru, heilsu, menningar og sögu yfir vetrarmánuðina.
MP Banki, Íslandsbanki, Sparisjóðirnir, Arion Banki, Byr, S24 og Landsbankinn eru samstarfsaðilar verkefnisins og fá handhafar greiðslukorta bankanna sérkjör sem gilda frá
23. september til 1. apríl, 2011.
Bláa Lónið býður 1.500 króna aðgangseyri fyrir fullorðna alla daga auk þess sem ávallt er frír aðgangur fyrir börn 13 ára og yngri í fylgd forráðamanna. Landnámssetrið býður 2 fyrir 1 af aðgangseyri á bæði Landnáms- og Egilssýningu. Víkingaheimar bjóða 2 fyrir 1 af aðgangseyri. Elding býður 2 fyrir einn í Friðarsúluferðir til Viðeyjar öll kvöld frá 9. okt til 8. desember. Kynnisferðir bjóða einnig 2 fyrir 1 tilboð af ferðum í Bláa Lónið og í Landnámssetrið í Borgarfirði.
Skírskotun verkefnisins í Hávamál á vel við þessum tímum en það er ekki síður verðmætt að kynnast sínu nánasta umhverfi en að ferðast til fjarlægari slóða.
Sá einn veit
er víða ratar
og hefir fjöld um farið
hverju geði
stýrir gumna hver,
sá er vitandi er vits.
(úr Hvamálum).