Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Rúmlega 500 milljóna króna hagnaður hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf
Föstudagur 26. mars 2004 kl. 17:21

Rúmlega 500 milljóna króna hagnaður hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf

Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. eftir skatta var 547 milljónir króna fyrir árið 2003 samanborið við 839 milljónir árið á undan.  Árið 2002 var stór hluti hagnaðarins tilkominn vegna hagstæðrar gengisþróunar en nú vegna aukinna rekstrartekna og aukinnar framlegðar af rekstri.  Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði jókst um rúmlega 26% milli ára.

Heildareignir félagsins eru bókfærðar á 12.003 milljónir króna í árslok 2003.  Skuldir félagsins námu 7.268 milljónum króna og hafa lækkað milli ára um 1.106 milljónir króna, en félagið greiddi niður langtímalán um 1.070 milljónir króna. Nettóskuldir félagsins, þ.e. skuldir að frádregnum veltufjármunum, hafa lækkað um 653 milljónir króna á árinu.  Eigið fé félagsins hefur vaxið úr 3,3 milljörðum króna við stofnun þess 1. október 2000 í 4,7 milljarða þann 31.12.2003. Greiddur var 10% arður til eigenda. Eiginfjárhlutfallið fer úr 34% í árslok 2002 í 39,5% í árslok 2003.

Helstu stærðir ársreiknings (í milljónum króna):

 

2003

2002

2001

Rekstrartekjur                                   m.kr

4.562

4.113

4.261

Rekstrargjöld án afskrifta

3.144

2.989

2.954

Hagnaður f. afskriftir

1.418

1.124

 1.307

Afskriftir

692

    660

    571

Hagnaður f. fjármunaliði

726

     464

    736

Fjármunaliðir

(119)

     581

(1.076)

Hagnaður f. skatta

607

 1.045

(340)

Skattar

(135)

(206)

68

Óreglulegar tekjur

75

 

 

Hagnaður e. skatta

547

 

839

(272)

Eignir samtals                                   m.kr.

12.003

12.691

12.512

Eigið fé

4.735

4.317

3.403

Skuldir

7.268

8.374

9.109

Skuldir og eigið fé

12.003

12.691

12.512

Veltufé frá rekstri

1.179

 639

889

Fjárfestingar

216

397

1.372

Eiginfjárhlutfall

39,5%

34,0%

27,2%

Arðsemi eigin fjár

12,8%

24,3%

(7,7%)

Meðalfjöldi starfa

116

 129

127

 

Heildartekjur félagsins fyrir árið 2003 námu um 4.562 milljónum króna og jukust því um 11% milli ára.  Mikil aukning farþega er helsta ástæðan fyrir þessari tekjuaukningu.

Farþegafjöldi jókst á árinu 2003 eftir samdrátt árið þar á undan. Alls fjölgaði farþegum um rúmlega 12% á milli ára, eða úr tæplega 1.220 þúsund farþegum árið 2002 í tæplega 1.370 þúsund farþega. Farþegum fjölgaði því um tæp 150 þúsund á síðasta ári samanborið við árið 2002.  Fjölgun farþega til og frá landinu var rúmlega 18%, en fækkun skiptifarþega var tæplega 12%. 

Vísbendingar eru um enn frekari fjölgun farþega á nýju ári einkum vegna aukins áætlunarflugs bæði hjá Icelandair og Iceland Express.  Því er reiknað með að í lok árs 2004 verði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024