Risarjómaterta í Samkaups-afmæli
Viðskiptavinum Samkaupa var boðið upp á risastóra rjómatertu sl. föstudag í tilefni af 21 árs afmæli verslunarinnar. Jóhanna Hallgrímsdóttir stóð við afmælistertu Samkaupa í 21. skiptið, en Nanna, eins og hún er kölluð, hefur skorið tertuna frá því fyrst var haldið upp á afmælið. Þá var börnunum boðið upp á svaladrykk og íspinna í tilefni dagsins.