Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Þriðjudagur 4. desember 2001 kl. 09:20

Rakel tekur við Mangó af Rúnu

Rakel Ársælsdóttir hefur tekið við rekstri verslunarinnar Mangó í Keflavík en Rúna stofnaði verslunina árið 1994. Mangó hefur verið leiðandi tískuverslun í Keflavík og segja þær stöllur að það muni ekkert breytast. Rúna verður Rakel innan handar næsta árið en Rakel hefur mikla reynslu af þessu sviði og hefur starfað hjá Rúnu á undanförnum mánuðum.
Salan gekk í gegn 15. nóvember sl. en fæstir hafa tekið eftir breytingum á búðinni enda eru þær engar. „Það verður engu breytt, sama góða stefnan og sama góða þjónustan“, sgir Rakel. Rúna segir sjálf að það hefði aldrei staðið til að vera endalaust í verslun og því hafi hún gripið tækifærið þegar Rakel sýndi þessu áhuga. „Ég er búin að vera í þessu í átta ár og ætlaði alltaf að gefa þessu tíu ár en ákvað svo að grípa tækifærið þegar það gafst“, segir Rúna. Mikið hefur verið rædd um það hvað taki núna við hjá Rúnu en sjálf veit hún það ekki enn. „Ég varð Rakel innan handar á næstu mánuðum en annars ætla ég að eyða tíma með dóttur minni og í sjálfa mig og koma á fót heimili og svoleiðis“, segir Rúna en búðin hefur gengið fyrir öllu síðustu ár. „Ég vona bara að fólk taki Rakel jafn vel og mér, ef ekki betur“, segir Rúna að lokum og Rakel bætir við að hún sé bjartsýn á framtíðina. „Viðskiptavinir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur því ég mun bjóða upp á sömu vörur og þjónustu og áður“, segir Rakel. Jólaundirbúningurinn er nú í fullum gangi í Mangó og greinilegt að jólastemningin er komin yfir íbúa Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024