Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 26. janúar 2000 kl. 14:01

Parketþjónusta á Suðurnesjum

Alhliða parketþjónusta er nokkuð sem hefur vantað á Suðurnesjum. Árni Gunnarsson, trésmíðameistari í Keflavík hefur snúið sér alfarið að þessari þjónustu og býður nú parketslípun, lagnir og viðgerðir. Árni sagði í samtali við VF að hann sé búinn að vera í læri hjá Sigurði Ólafssyni hjá Parka ehf. í Reykjavík síðan um áramót en hann hefur 30 ára reynslu í parketþjónustu. Árni notar fullkomnustu vélar á markaðnum í dag en þær eru nánast ryklausar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024