Óvíst hvort KFC opnar matsölustað á Suðurnesjum
Nú þegar Bónus hefur ákveðið að opna verslun að Fitjum í Njarðvík hafa sögusagnir verið á kreiki um að veitingahúsakeðjan Kentucky Fried Chicken á Íslandi myndi opna matsölustað við hlið Bónuss. Helgi Vilhjálmsson eigandi KFC og sælgætisgerðarinnar Góu sagði í samtali við Víkurfréttir að engin ákvörðun hefði verið tekin um að opna stað á Suðurnesjum:„Það hafa menn verið að tala við mig og allir aðrir en þeir sem stjórna bæjarfélaginu. Þeir hafa víst engan áhuga á að fá fyrirtæki á svæðið og hugsa bara um þorskinn, jafnvel þótt meirihluti kvótans sé farinn af svæðinu. Eins og ég segi hefur engin ákvörðun verið tekin, en það getur vel verið ég fái mér bíltúr á Suðurnesin á næstunni og líti á aðstæður.“