Örtröð á fyrsta degi Krónunnar
Það var heldur betur fjör á Fitjum í gærdag. Þá opnaði Krónan sína fyrstu verslun á Suðurnesjum. Raðir höfðu myndast framan við verslunina fyrir opnun. Örtröð var svo í versluninni fram að lokun í gærkvöldi.
Starfsfólk sem blaðamaður Víkurfrétta ræddi við í versluninni var ánægt með móttökurnar og sagðist hafa tekið við fjölda hamingjuóska ánægðra viðskiptavina.
Nýja verslun Krónunnar á Fitjum er í um 1000 fermetra húsnæði sem áður hýsti Húsasmiðjuna en Húsasmiðjan hefur komið sér fyrir í minna rými við hlið Krónunnar.
Nánar verður fjallað um opnun Krónunnar í Víkurfréttum í næstu viku en hér eru nokkrar ljósmyndir úr versluninni sem teknar voru í gær.