Opinn fundur Íslandsstofu á morgun
Opinn kynningarfundur á starfsemi Íslandsstofu verður haldinn í Bláa lóninu, þriðjudaginn 17. september kl. 10:00 -12:00. Fulltrúar fyrirtækja á Reykjanesi eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar á meðan á fundi stendur og í lok fundar býður veitingastaðurinn Lava uppá tilboð á hádegisverðarhlaðborði á kr. 3.900 fyrir áhugasama.
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri
- Íslandsstofa, hvað er það?
Guðný Káradóttir, forstöðumaður vöru og þjónustu
- Markaðssetning á íslenskum sjávarafurðum erlendis.
Guðrún Birna Jörgensen, verkefnastjóri ferðaþjónustu og skapandi greina
- Markaðssetning á ferðaþjónustu á erlendum mörkuðum.