Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Opið hádegi í Eldey á morgun
Opinn hádegisfyrirlestur verður í Eldey á morgun.
Mánudagur 11. nóvember 2013 kl. 09:39

Opið hádegi í Eldey á morgun

Fyrstu hádegisfyrirlestur vetrarins verður haldinn í Eldey frumkvöðlasetri þriðjudaginn 12. nóvember nk. kl. 12:00 - 12:30. en þá mun Ingi Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri Karolina Fund segja frá því hvernig fólk með skapandi verkefni eða sprotafyrirtæki geta sótt fjármagn til almennings í gegnum hópfjármögnun á karolinafund.com.

Karolina Fund er fyrsta hópfjármögnunarsíða landsins að erlendri fyrirmynd en margir kannast eflaust við bandaríska vefsíðuna Kickstarter en þó er hoft á hlutina í stærra samhengi og ekki síður á evrópumarkað en þann íslenska.

Til að taka þátt þarf að gera kynningu á verkefninu, yfirleitt með myndbandi sem lýsir því. Síðan er fjárþörf verkefnisins útskýrð og almenningi er boðið að taka þátt í verkefninu með því forkaupum á vöru eða með því að styðja það með öðrum hætti.

Karolina Fund er af erlendri fyrirmynd en bandaríska vefsíðan Kickstarter nálgast hópfjármögnun með svipuðum hætti. Ingi Rafn og félagar kjósa þó að líta á hlutina í stærra samhengi enda horfa þeir ekki síður á Evrópumarkað en þann íslenska.

Eldey er að Grænásbraut 506, 235 Ásbrú.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024