Opið fyrir umsóknir um verkefnastyrki
Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki til Vaxtarsamnings Suðurnesja. Þetta er í þriðja sinn sem stjórn Vaxtarsamnings auglýsir eftir styrkumsóknum samkvæmt þeim samningi sem í gildi er milli Iðnaðarráðuneytis og Atvinnuþróunarráðs Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Í þau tvö skipti sem úthlutað hefur verið hafa 31 verkefni verið styrkt samtals að fjárhæð kr. 47,4 m. Verkefnin sem styrkt hafa verið eru fjölbreytt. Verkefni tengd, sjávarútvegi, náttúruauðlindum, hönnun og nýsköpun í flugtengdri starfsemi auk fjölda annarra verkefna.
Umsóknarfrestur er til 19. október nk. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur og nálgast umsóknareyðublöð á vefsíðu vaxtarsamnings sem er: http://vaxtarsamningur.sss.is
Umsóknum skal skila á netfangið [email protected]