Opel sýning á laugardag
Bílabúð Benna heilsar nýju ári með Opel-sýningu í Reykjanesbæ, nk. laugardag. Opel átti frábæru gengi að fagna á síðasta ári, fyrsta heila árinu eftir að Bílabúð Benna tók við Opel umboðinu.
Til sýnis verður rjóminn úr glæsilegri vörulínu Opel; bílar sem gagnrýnendur hafa hlaðið lofi og viðurkenningum fyrir gæði og glæsileika. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að allir geti fundið Opel fyrir sinn lífstíl og er fólk hvatt til að koma og máta Opel gæðin. Opel sýningin í Reykjanesbæ, fer fram hjá Bílabúð Benna, Njarðarbraut 9 og stendur frá kl. 12:00 til 16:00. Léttar veitingar verða í boði.