Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Omnis þjónusta og Ríkiskaup semja
Mánudagur 27. september 2010 kl. 11:00

Omnis þjónusta og Ríkiskaup semja

Nýverið skrifuðu Eggert Herbertsson framkvæmdastjóri  Omnis þjónustu ehf.  og Júlíus S. Ólafsson forstjóri Ríkiskaupa undir rammasamning  um tækniþjónustu . Omnis þjónusta var valið úr hópi margra þekktra tækniþjónustufyrirtækja eftir útboð og byggði valið meðal annars á verði, tæknilegri þekkingu og getu, innra verklagi og vottunum.

Þetta er í fyrsta skipti sem slíkur samningur er gerður vegna tækniþjónustu, en hann þýðir í raun að aðilum rammasamnings, sem eru ríkisstofnanir og fjölmörg sveitarfélög,  er óheimilt að leita til annarra aðila með tækniþjónustu en þeirra tækniþjónustufyrirtækja sem valin voru af Ríkiskaupum að loknu útboði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Útboðið skiptist í nokkra flokka, s.s. hýsingarþjónustu, afritunarþjónustu, viðveru tæknimanna og þjónustuborð. Omnis þjónusta var valið í flokknum viðvera tæknimanna ásamt þremur öðrum tækniþjónustufyrirtækjum,   Opnum kerfum, Þekkingu og Skyggni.

Eggert Herbertsson segir það  ákaflega ánægjulegt  fyrir opinbera aðila  á Suðurnesjum að fyrirtæki í heimabyggð hafi valist til að sinna tækniþjónustu.  Mun hagkvæmara er að nýta sér þjónustu heimaaðila  þar sem ferðakostnaður er miklu lægri og tímataxtar mun lægri en stórfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu bjóða. „Við munum í upphafi beina kröftum okkar að okkar heimasvæði en í framtíðinni munum við einnig bjóða opinberum stofnunum annars staðar á landinu þjónustu okkar. Ríkiskaup gerir miklar kröfur til sinna viðsemjenda og því er þessi samningur mikil viðurkenning á starfi fyrirtækisins og ekki síst starfsmönnum þess“.
Eggert segir að á næstu vikum muni starfsmenn Omnis þjónustu setja sig í samband við opinbera aðila á Suðurnesjum og kynna það sem fyrirtækið hefur uppá að bjóða og innihald rammasamningsins.

Starfsmenn  Omnis og Omnis þjónustu  eru í dag 20 talsins í Reykjanesbæ, Akranesi og  í Borgarnesi og segist Eggert vonast til þess að þeim  fjölgi í kjölfar samningsins við Ríkiskaup.

Mynd: Á myndinni sjást Eggert Herbertsson framkvæmdastjóri  Omnis þjónustu  og Guðrún Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum handsala rammasamninginn.