OLSEN OLSEN DINER SKIPTIR UM EIGENDUR:
Gunnar Friðriksson nýr eigandi að OlsenVeitingastaðurinn vinsæli Olsen Olsen, að Hafnargötu 17, hefur eignast nýjan eiganda og miðvikudaginn 1. september færist reksturinn í hendur veitingamannsins góðkunna Gunnars Friðrikssonar. „Ég er búinn að vera rúmlega tvö ár utan veitingabransans og er mjög ánægður að vera mættur í slaginn aftur, ég hreinlega væri ekki í þessu öðruvísi. Þetta er afar vinsæll staður á mjög góðum stað og ég bjartsýnn á að reksturinn muni ganga vel. Það verður engu breytt, að minnsta kosti ekki til að byrja með. Ég erfi eitthvað af starfsfólki þeirra Ævars og Eddu en kem jafnframt til með að leita eftir fleira starfsfólki.“Hvert er kaupverðið?„Ég og Ævar höfum komist að samkomulagi um að kaupverðið verði ekki gefið upp en ég er að taka við fyrirtæki sem þau hjónin, Ævar og Edda skila frá sér á traustum grunni.“