Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 25. febrúar 1999 kl. 17:50

OK SAMSKIPTI INTERNETVÆÐIR SVEITARFÉLÖG Á SUÐURNESJUM

Nú hafa skrifstofur Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar, Grindavíkurbæjar og Gerðarhrepps beintengst internetinu í gegnum þjónustukerfi OK samskipta. Reykjanesbær hefur til umráða stærstu tenginguna eða 3 Mb/s þráðlausa örbylgjutengingu, og þar með komið í hóp sveitafélaga hér á landi með stærstu internettenginguna, en hin sveitafélögin tengjast í gegnum ISDN línur. Reykjanesbær og Vatnsleysustrandarhreppur hafa komið sér upp heimasíðu á vefnum þar sem bæjarbúar geta fylgst með því sem er að gerast í bæjarmálum, skoðað fundagerðir, sent inn fyrirspurnir o.fl. heimasíðuslóðirnar eru: www.rnb.is og www.vogar.is. „Fyrirtæki og stofnanir hafa löngu áttað sig á hve mikil þörf er á því að vera með góða internettengingu. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir bæjarskrifstofurnar að geta komist á internetið, sent og tekið á móti tölvupósti hvenær sem er, svo ekki sé talað um tímasparnaðinn og öryggið sem verður að þessum samskiptum. Þetta er stóraukin þjónusta við bæjarbúa sem nú geta sent fyrirspurnir o.fl. til sveitafélagana heima hjá sér á kvöldin og vera komin með svar daginn eftir“ sagði Georg Aspelund Þorkelsson, markaðsstjóri OK samskipta í Reykjanesbæ. Hægt er að senda tölvupóst til sveitafélaganna á eftirtalin netföng: [email protected], [email protected] , [email protected] , [email protected]. , [email protected] . Nú hafa OK samskipti hafist handa við gerð örbylgjunets í Reykjanesbæ. Þannig geta fyrirtæki og stofnanir tengst internetinu þráðlaust á 3 Mb/s hraða, til sambanburðar má geta þess að venjuleg eins rása ISDN tenging er á hraðanum 64 Kb/s eða 0,064 Mb/s svo að um er að ræða töluverðan internethraða. Kosturinn við þessa tengingu er sá að ekki þarf að leigja burðarlínu fyrir internetsambanið, þannig sparast talsverður mánaðarlegur rekstrarkostnaður. Nánar um OK samskipti á www.ok.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024