Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Öflug bílaþjónusta á Bolafæti hjá GE
Guðmundur er með öfluga bílaþjónustu á sama blettinum, bílasölu, bónstöð og verkstæði.
Föstudagur 1. maí 2015 kl. 09:35

Öflug bílaþjónusta á Bolafæti hjá GE

Margir áhugasamir á húsbílasýningu GE í Reykjanesbæ.

„Bílasalan hefur verið að taka góðan kipp í annað sinn í vetur og vor og síðan átti þessi húsbílasýning að vera vorboðinn. Hún var það að öllu leyti nema hvað veðrið varðar,“ sagði Guðmundur Valgerisson bílasali í GE bílum í Reykjanesbæ. Bílasalan efndi til mikillar bílasýningar á húsbílum og voru fjölmargir sem komu og kynntu sér notaða húsbíla sem voru boðnir til sölu.

Um var að ræða Fiat og Ford húsbíla og sagði Guðmundur þetta vera í fyrsta sinn sem svona sölusýning væri með notaða húsbíla. Fyrirtækið Touring cars hefur verið á Suðurnesjum síðan árið 2009. Eigendur eru finnskir og eru með starfsemi í flestum norðurlöndunum. Þeir hafa verið í samstarfi við GE bíla, eru með aðsetur á Ásbrú og bjóða upp á 60 húsbíla til leigu. Hjá þeim starfa um tólf manns á sumrin. Húsbílarnir á sýningunni voru á 4,4 til 5,9 millj. kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðmundur rekur GE bíla með Enok Holm félaga sínum en GE er með umboð frá BL og bjóða m.a. Hyundai, Nissan, BMW, Land Rover og Renault bíla. „Þetta er mikil bílaflóra og úr nægu að velja, allt frá litlum yfir í stærri bíla sem við erum með umboð fyrir,“ sagði Guðmundur en þeir reka einnig bílaverkstæði og bónstöð í sömu húsaröð við Bolafót í Njarðvík.

Fjölmargir kíktu við hjá GE og skoðuðu húsbílana.



Séð inn í einn húsbílinn, rúmið uppi og gott pláss fyrir framan.

„Þetta er mikil bílaflóra og úr nægu að velja, allt frá litlum yfir í stærri bíla sem við erum með umboð fyrir,“ sagði Guðmundur.