Ódýrasta eldsneyti á Íslandi hjá Orkunni á Fitjum
Orkan á Fitjum í Njarðvík býður ódýrasta eldsneytið á Íslandi. Stöðin opnaði formlega síðasta laugardag og síðan þá hefur bensínlítrinn verið seldur á 89.90 kr. og díeselolían á 39.90 kr. Mikið hefur verið að gera á stöðinni síðan þá og á stundum talsverð biðröð, enda betra verð vandfundið. Það gæti jafnvel borgað sig fyrir fólk af höfuðborgarsvæðinu að keyra til Reykjanesbæjar til að kaupa bensínið!ÓB-stöðin í Njarðvík selur bensínlítrann á 93.40 kr. og díselolíuna á 42.90 kr. Ákvörðun um lækkun hefur ekki verið tekin.