Nýtt GSM-fyrirtæki til Suðurnesja í tveimur áföngum
Póst- og fjarskiptastofnun hefur úthlutað Halló-frjálsum fjarskiptum hf. rekstrarleyi til að reka DCB 1800 fjarskiptaþjónustu of fjarskiptanets. Fyrirtækið ætlar að setja kerfið upp á Suðurnesjum í tveimur áföngum. Halló-frjáls fjarskipti boða stórlækkað verð á GSM-símtölum, innanlands og til útlanda og aukna þjónustu til landsmanna. Vísir.is greinir frá.Í fyrsta áfanga mun farsímakerfi Halló-Frjálsra fjarskipta hf. ná yfir höfuðborgarsvæðið, Reykjanesbæ, Akranes og Akureyri, eða til liðlega 200 þúsund manns.Í öðrum áfanga nær farsímakerfi félagsins til Selfoss, Hveragerðis, Hellu, Hvolsvallar, Vestmannaeyja, Grindavíkur, Sandgerðis og Gerðahrepps.Í þriðja áfanga koma svo Egilsstaðir, Ísafjörður, Borgarbyggð, Sauðárkrókur, Hofsós, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvík, Húsavík og Hornafjörður. Halló-Frjáls fjarskipti hf. hafa unnið að undirbúningi á uppsetningu farsímakerfis félagsins hér á landi í samvinnu við MintTelecom í Bretlandi, sem rekur fyrsta GSM heimsnetið. Um verður að ræða stærsta fjarskiptakerfi á Íslandi sem mun anna milljónum viðskiptavina, hér á landi og erlendis. Félagið verður leiðandi í GSM þjónustu á Íslandi.