Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Mánudagur 5. júní 2000 kl. 20:34

Nýtt GSM-fyrirtæki til Suðurnesja í tveimur áföngum

Póst- og fjarskiptastofnun hefur úthlutað Halló-frjálsum fjarskiptum hf. rekstrarleyi til að reka DCB 1800 fjarskiptaþjónustu of fjarskiptanets. Fyrirtækið ætlar að setja kerfið upp á Suðurnesjum í tveimur áföngum. Halló-frjáls fjarskipti boða stórlækkað verð á GSM-símtölum, innanlands og til útlanda og aukna þjónustu til landsmanna. Vísir.is greinir frá. Í fyrsta áfanga mun farsímakerfi Halló-Frjálsra fjarskipta hf. ná yfir höfuðborgarsvæðið, Reykjanesbæ, Akranes og Akureyri, eða til liðlega 200 þúsund manns. Í öðrum áfanga nær farsímakerfi félagsins til Selfoss, Hveragerðis, Hellu, Hvolsvallar, Vestmannaeyja, Grindavíkur, Sandgerðis og Gerðahrepps. Í þriðja áfanga koma svo Egilsstaðir, Ísafjörður, Borgarbyggð, Sauðárkrókur, Hofsós, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvík, Húsavík og Hornafjörður. Halló-Frjáls fjarskipti hf. hafa unnið að undirbúningi á uppsetningu farsímakerfis félagsins hér á landi í samvinnu við MintTelecom í Bretlandi, sem rekur fyrsta GSM heimsnetið. Um verður að ræða stærsta fjarskiptakerfi á Íslandi sem mun anna milljónum viðskiptavina, hér á landi og erlendis. Félagið verður leiðandi í GSM þjónustu á Íslandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024