Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýtt 150 herbergja hótel kom með skipi frá Kína - opnar um áramót
Gámaeiningarnar voru keyrðar frá Helguvík á byggingarsvæðið. VF-myndir/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 8. ágúst 2019 kl. 11:42

Nýtt 150 herbergja hótel kom með skipi frá Kína - opnar um áramót

Nýjasta hótelið á Suðurnesjum, Courtyard Marriott, kom nánast í heilu lagi úr kínversku flutningaskipi sem lagðist að bryggju í Helguvík í byrjun vikunnar. Eitthundrað og fimmtíu herbergi í 78 stáleiningum hefur verið lestað úr skipinu og tók tvo daga.

Síðustu mánuði hefur verið unnið að uppsteypu byggingarinnar. Að sögn Ingvars Eyfjörð hjá Fasteignaþróunarfyrirtækinu Aðaltorgi sem er bygginagaraðili hótelsins, gekk lestun stáleininga vel úr Helguvík. Eftir uppsteypu byggingarinar tekur við um 4-5 mánaða tímabil til að ljúka framkvæmdum þannig að hótelið mun opna um áramótin eða fljótlega á nýju ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einingarnar úr flutningaskipinu voru eknar á byggingarstað þar sem þær eru settar saman jafnóðum. Þær framkvæmdir ættu að ganga hratt á næstu tíu dögum ef veður verður hagstætt. Síðan tekur við vinna við frágang á samskeytum, vatnsþétting milli eininga og síðan þarf að klæða einingarnar með íslenskri veðurkápu.

Framkvæmdir hafa gengið vel en eftir nokkra mánuði munu hótelgestir geta fylgst með flugtökum og lendingum flugvéla út um gluggann á Courtyard flugvallarhóteli Marriott keðjunnar því næsti nágranni hótelsins er Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í hótelinu sem verður rekið af Capital hotels keðjunnar, sérleyfishafa Marriottm verða 150 herbergi og því ljóst að framboð hótelherbergja í Reykjanesbæ mun um það bil tvöfaldast. Fyrir eru í bæjarfélaginu þrjú hótel, Hótel Keflavík, Park Inn og Hótel Keilir, auk fjölmargra veglegra gistiheimila.