NÝSKÖPUN - LEIÐIR TIL ÁRANGURS
Umgjörð ehf., ráðgjafaþjónusta stendur fyrir námskeiði um nýsköpun í Eldborg í Svartsengi á fimmtudag í næstu viku. Kynnt verður hugmyndafræði nýsköpunar og þær aðferðir sem best duga. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Pál Kr. Pálsson, framkvæmdastjóra sem jafnframt er leiðbeinandi ásamt Þórhalli Guðlaugssyni, markaðsfræðingi. „Þetta verðurn skemmtilegt og lifandi námskeið sem á eftir að koma að góðum notum. Við munum gefa nýja sýn í samkeppnina“, sögðu námskeiðshaldarar í samtali við blaðið en á námskeiðinu verður rætt almennt um gildi og vægi nýsköpunar sem og að sinna henni ekki. Í frétt vegna námskeiðisins segir að stjórnendur í fyrirtækjum standi frammi fyrir sífellt flóknara rekstrarumhverfi. Það sé staðreynd þótt margir eigi erfitt með að sætta sig við hana. Þeir sem stundi atvinnurekstur viti að hægagangur jafngildir dauða. Hiða sama eigi við um þekkinguna. Hún eldist hratt. Við þessar aðstæður er áríðandi að fyrirtæki hyggji sífellt að nýsköpun ogþekkingaröflun. Þekking leiðir til nýsköpunar og nýsköpun kallar á nýjaþekkingu.Það eru þeir Páll Kr. Pálsson og Þórhallur Guðlaugsson sem sjá um að geranámskeiðið í senn lærdómsríkt og eftirminnilegt.Páll Kr. Pálsson, hagverkfræðingur hefur yfirgripsmikla þekkingu á viðfangsefninu og reynsla hans sem framkvæmdastjóri ýmissa fyrirtækja og stofnana kemur að góðum notum. Einnig hefur Páll staðið fyrir fjölda námskeiða og fyrirlestra um þettaviðfangsefni.Þórhallur Guðlaugsson, markaðsstjóri hefur um nokkurra ára skeið stýrt þróunar- og markaðsstarfi Strætisvagna Reykjavíkur. Hann hefur jafnframt stundað kennslu ognámskeiðahald í Tækniskóla Íslands og við Endurmenntunarstofnun Háskólans.Þórhallur hefur reynslu af viðskiptaráðgjöf og hefur góða innsýn í reksturog þróun fyrirtækja.Námskeiðið verður haldið í Eldborg, Orkuveri Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, fimmtudaginn 21. okt. 1999 og stendur frá kl. 09:00 til 18:00. Skráning fer fram hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í síma 421-7500.