NÝR ÚTIBÚSSTJÓRI Í SANDGERÐI
Guðjón Sigurðsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans í Sandgerði.Hann lauk námi frá Samvinnuskólanum 1974 og hóf s.l. haust nám í rekstrar- og viðskiptafræðum í Endurmenntunardeild Háskóla Íslands. Guðjón hefur starfað hjá Landsbankanum í Keflavík í 9 ár, fyrstu tvö árin sem skrifstofustjóri og síðan sem staðgengill svæðisstjóra og aðstoðarútibússtjóri. Áður hafði Guðjón starfað sem skrifstofustjóri hjá Samvinnubankanum í Keflavík í 7 ár og við stjórnunarstörf í sjávarútvegsfyrirtæki í 7 ár. Guðjón er fæddur 14.09.’54. Hann er kvæntur Steinunni Njálsdóttur, kennara, og eiga þau 3 börn.Guðjón tekur við starfi útibússtjóra af Hjálmari Stefánssyni sem lætur af störfum eftir 24 ára starfsferil hjá Samvinnubankanum og Landsbankanum.