SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Viðskipti

Fimmtudagur 2. desember 1999 kl. 16:19

NÝR ÚTIBÚSSTJÓRI Í SANDGERÐI

Guðjón Sigurðsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans í Sandgerði.Hann lauk námi frá Samvinnuskólanum 1974 og hóf s.l. haust nám í rekstrar- og viðskiptafræðum í Endurmenntunardeild Háskóla Íslands. Guðjón hefur starfað hjá Landsbankanum í Keflavík í 9 ár, fyrstu tvö árin sem skrifstofustjóri og síðan sem staðgengill svæðisstjóra og aðstoðarútibússtjóri. Áður hafði Guðjón starfað sem skrifstofustjóri hjá Samvinnubankanum í Keflavík í 7 ár og við stjórnunarstörf í sjávarútvegsfyrirtæki í 7 ár. Guðjón er fæddur 14.09.’54. Hann er kvæntur Steinunni Njálsdóttur, kennara, og eiga þau 3 börn. Guðjón tekur við starfi útibússtjóra af Hjálmari Stefánssyni sem lætur af störfum eftir 24 ára starfsferil hjá Samvinnubankanum og Landsbankanum.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025