Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýr Subway á Fitjum
Miðvikudagur 26. desember 2007 kl. 14:44

Nýr Subway á Fitjum

Veitingahúsakeðjan Subway opnaði fyrir skemmstu nýjan veitingastað í verslunarmiðstöðinni á Fitjum. Þetta er annar Subwaystaðurinn í Reykjanesbæ en hinn er við Hafnargötu.

Gunnar Skúli Guðjónsson, framkvæmdastjóri Subway, sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri bjartsýnn fyrir að þessi staður myndi gera góða hluti.

„Þetta er 17. staðurinn okkar hér á landi og við erum stöðugt að bæta við okkur. Í raun má þao segja að við höfum verið að færa staðinn sem við vorum með uppi á velli, en við erum auðvitað að höfða til annarra. Við erum að horfa á nýtt hverfi eflast og sjáum einnig framá aðsókn frá Vogum og Grindavík.“

Subway er staðsettur við hlið bakarísins og hefur sama opnunartíma og allir aðrir staðir keðjunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024