Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýr Nissan X-Trail ALL MODE 4x4-i sýndur í Reykjanesbæ
Föstudagur 17. ágúst 2007 kl. 23:23

Nýr Nissan X-Trail ALL MODE 4x4-i sýndur í Reykjanesbæ

- Þróaðri lausn á fjórhjóladrifi en áður hefur sést.

Nissan hefur verið leiðandi í þróun fjórhjóladrifs í meira en 50 ár, bæði hvað varðar nýjungar og árangur. Allt frá því að 1951 árgerðin af Nissan Patrol leit dagsins ljós hefur tæknin verið nýtt til að tryggja gæði fjórhjóladrifs við hvaða aðstæður sem er. Bíllinn er til sýnis hjá Bílahúsinu Ingvari Helgasyni í Reykjanesbæ um helgina.

Frekari framþróun fjórhjóladrifs hjá Nissan, leiddi af sér fyrstu kynslóð “ALL MODE 4x4” fjórdrifskerfisins, sem var frumkynnt í Nissan X-TRAIL á árið 2001.

Þessi lausn Nissan fékk frábærar viðtökur á markaði, og þykir ein eðlilegast lausnin í 4x4 drifkerfi í dag, bæði í huga notenda og ekki síður meðal sérfræðinga, enda hefur þessi lausn verið notuð í fleiri nýjum 4x4 bílum frá Nissan.

Þriðja kynslóð “ALL MODE 4x4i” og sú fullkomnasta

Ný útgáfa “ALL MODE 4x4-i” fjórhjóladrifsins er að mati Nissan háþróaðasta fjórhjóladrifskerfi sem fáanlegt er í fjöldaframleiddan bíl í dag, þetta nýja kerfi var fyrst kynnt í nýjum X-TRAIL á bílasýningunni í Genf á liðnum vetri.

Með “ALL MODE 4x4i” er sýnt fram á þá byltingu sem fjórhjóladrifið er að ganga í gegn um núna og notendur fjórhjóladrifsbíla eiga eftir að upplifa á næstunni. Þetta nýja drifkerfi stillir af samstundis afl og drifkraft að hverju hjóli, sem tryggir bestu frammistöðu, grip og stefnufestu sem völ er á hverju sinni. Það tryggir betri aksturseiginleika í hvaða landslagi sem er, jafnt á hálum og blautum vegum, grýttum vegarslóðum, snjóþekju eða á sandströnd. Það heldur bílnum rásföstum við allar aðstæður, og með yfirburða stöðugleika, sem veitir ökumanninum kost á bestu frammistöðu og mikla öryggistilfinningu – nokkuð sem arfleiðin sem byggir á hálfrar aldar þróun fjórhjóladrifs hjá Nissan sér um að tryggja.

Nýtist vel í nýjum X-TRAIL

Nýjungarnar í þessu nýja fjórhjóladrifi frá Nissan eru fjölmargar, og þær nýtast vel í akstri á nýja Nissan X-TRAIL. Lítum á þær helstu:

• Brekkuhjálp – aðstoðar ökumanninn í akstri upp og niður brekkur. Akstur upp brekku, sérstaklega úr kyrrstöðu, reynist mörgum erfiður, en í þessu nýja kerfi er búnaður sem heldur bílnum í kyrrstöðu án þess að beita þurfi hemlunum. Hann kemur sjálfkrafa á í halla sem er meiri en 10%. Búnaðurinn hindrar að bíllinn renni afturábak, og gerir það að verkum að akstur við þessar aðstæður verður ánægjulegri og fyrirhafnarlaus.

• Sjálfvirk hemlun niður brekku - En brekkuhjálpin virkar líka í akstri niður brattar brekkur, því hún takmarkar aksturshraðann við 7 km/klst, án þess að ökumaðurinn þurfi stöðugt á vera að hemla, sem minnkar bæði álag á hemlana og eykur um leið akstursöryggið því ökumaðurinn getur einbeitt sér að akstrinum og því að stýra. Ef aðstæður eru til að aka hraðar niður brekkuna, þá er auðvelt að aftengja kerfið.

• Stöðugleikakerfi (ESP - Electronic Stability Program) sem eykur öryggi er einn lykilþátturinn í nýja ALL MODE 4x4-i. Þessi búnaður tryggir að stöðugleikinn er tryggður í akstri á hálum vegi og að þegar stýrishjólinu er snúið að viðbragð bílsins verði ávalt eins rétt og hægt er að fá fram. Búnaðurinn ber saman stefnu bílsins og þá stefnubreytingu sem kölluð er fram með stýrinu, og hemlar hvert hjól fyrir sig til að tryggja að bíllinn haldist í tilætlaðri stefnu.

• Nýja 4x4-i kerfið fylgist stöðugt með snúningsvægi til hjólanna og deilir því niður á milli fram og afturhjóla, til að tryggja stöðugleika og akstursánægju.

ALL MODE 4x4-i byggist á stöðugu samspili á milli skynjara, hjóla, ABS-hemlalæsivarnarinnar og ESP. Í fyrsta lagi þá fylgist hreyfiskynjari (G-skynjari) með áhrifum af inngjöf, beygju og hliðarálagi. Í öðru lagi fylgist stýrisskynjari með því hvernig stýrishjólinu er snúið, og áætlar ætlaðar stefnu. Öll þessi gögn eru meðhöndluð á augabragði, þannig að kerfið veit um leið hvort bíllinn muni “undirstýra” (leita út fyrir veginn) eða “yfirstýra” ((leita að innri brún vegarins). Kerfið deilir aflinu á milli fram- og afturhjóla og hemlar hvert hjól niður fyrir sig til að halda bílnum örugglega á þeirri stefnu sem ætluð er.

Bestun

Sá sem keyrir nýjan Nissan X-Trail finnur ekki fyrir því í venjulegum akstri að “ALL MODE 4x4i” kerfið er að vinna – en hann nýtur kostanna því góð svörun frá stýrinu og G skynjurunum bestar stöðugt allar hreyfingar bílsins miðað við viðbrögð og stjórnun ökumanns.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024