Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýr framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Suðurlands
Föstudagur 13. janúar 2006 kl. 15:38

Nýr framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Suðurlands

Stjórn Lífeyrissjóðs Suðurlands samþykkti einróma á stjórnarfundi í dag að ráða Gylfa Jónasson sem nýjan framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Suðurlands. Gylfi mun hefja störf í apríl 2006. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lífeyrissjóðnum.

Gylfi Jónasson hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Vesturlands undanfarin fimm og hálft ár, en hann tók við því starfi í september 2000. Hann starfaði áður sem deildarstjóri hjá Lífeyrissjóði stofnana Sameinuðu þjóðanna í New York (1997-2000) og sem deildarstjóri í fjármáladeild aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (1992-1997). Gylfi er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með framhaldsmenntun (MBA) frá Bandaríkjunum. Hann hefur einnig hlotið löggildingu í verðbréfamiðlun (júní 2005). Gylfi, sem er 45 ára, er giftur Ásdísi Kristmundsdóttir, sérfræðingi hjá Einkaleyfisstofu og eiga þau tvær dætur 10 og 14 ára.

Fráfarandi framkvæmdastjóri er Friðjón Einarsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024