Nýr framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf.
Hlynur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf. og tekur við starfinu 1. september næstkomandi. Hann lauk meistaraprófi í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Álaborg á árinu 2002 og hefur verið innkaupastjóri Fríhafnarinnar frá 2003. Hlynur hefur jafnframt starfað sem afleysingakennari í stjórnun og rekstri fyrirtækja við Meistaraskólann í Reykjavík. Hann er kvæntur Helgu Völu Gunnarsdóttur félagsfræðingi og eiga þau þrjú börn.
Sturla Eðvarðsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar undanfarin fjögur ár, hefur ráðið sig til starfa sem framkvæmdastjóri Samkaupa. Honum eru þökkuð vel unnin störf með óskum um gott gengi á nýjum vettvangi.
Sturla Eðvarðsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar undanfarin fjögur ár, hefur ráðið sig til starfa sem framkvæmdastjóri Samkaupa. Honum eru þökkuð vel unnin störf með óskum um gott gengi á nýjum vettvangi.